Hollenska félagið Feyenoord mun ekki sleppa Arne Slot úr starfi nema að Liverpool rífi fram 10 milljónir evra eða 1,5 milljarð.
Slot er mjög líklega að taka við Liverpool en félagið hefur rætt við hann undanfarna daga.
Slot spilar mjög sóknarsinnaðan fótbolta en hann hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu hjá Feyenoord.
Jurgen Klopp er að hætta með Liverpool í sumar og því leitar félagið að arftaka hans. Félagið byrjaði á að reyna við Xabi Alonso en hann hafnaði starfinu.
Fabrizio Romano segir að viðræður Slot og Liverpool hafi farið vel af stað og muni halda áfram. Tottenham reyndi að ráða Slot fyrir ári síðan en náði ekki saman við Feyenoord.
🚨🔴 Initial contacts between Arne Slot and Liverpool, very positive. New contact to follow soon with Slot keen on #LFC job.
❗️ Understand there’s NO release clause included into his contract; Feyenoord would request compensation fee as they did with Tottenham one year ago. pic.twitter.com/SKze1EEpY7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 24, 2024