Belle Silva eiginkona Thiago Silva varnarmanns Chelsea hefur ansi gaman af því að blanda sér í umræðuna þegar illa gengur hjá Chelsea.
Chelsea fékk 5-0 skell gegn Arsenal í gær þar sem eiginmaður hennar byrjaði á meðal varamanna.
Belle birti tjákn á X-inu skömmu eftir tapið slæma en hún hefur verið dugleg að tjá sig í vetur.
Fyrr í vetur eftir tap gegn Wolves ákvað Belle að kalla eftir því að Mauricio Pochettino yrði rekinn úr starfi þjálfara.
„Það er tímabært að gera breytingar, ef það verður beðið lengur þá verður það of seint,“ sagði Belle en baðst svo afsökunar.
Thiago Silva er 39 ára gamall en Chelsea hefur ákveðið að bjóða honum ekki nýjan samning og fer hann í sumar.