Maðurinn var ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 9. september 2022 slegið sérhæfðan starfsmann á slysadeild í hægra gagnaugað, gripið um hnakka hans og rifið starfsmannabol og klórað háls hans.
Afleiðingarnar voru þær að starfsmaðurinn hlaut línulaga yfirborðsskrámur og marbletti aftanvert á hálsinum, dreifð eymsli á hálsi beggja vegna, væg eymsli yfir vöðvum í hálsi beggja vegna og væga bólgu og eymsli yfir hægra gagnauga.
Árásarmaðurinn játaði brot sitt en hann á að baki langan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1993. Þótti þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.
Þá var manninum gert að greiða samtals tæpar 300 þúsund krónur í málsvarnarþóknun verjanda síns og í annan sakarkostnað.