Gunnar er í athyglisverðu viðtali sem birtist á vef Vísis í morgun, en Gunnar hefur ekki látið mikið fyrir sér fara í opinberri umræðu á undanförnum árum og sjaldan eða aldrei verið í fréttum. Komi til þess að Katrín verði kjörin forseti gæti það þó breyst og segist Gunnar í viðtalinu vera reiðubúinn undir það.
Sjá einnig: Katrín og Gunnar vega hvort annað upp
Í viðtalinu er komið víða við og segir Gunnar meðal annars að þau hjónin tali mikið um pólitík.
„Það er skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta skiptið sem við hittumst þá förum við að rífast. Þá var ég eitthvað að skamma held ég flokkinn hennar og við höfum verið að rökræða síðan og höfum mikinn áhuga á því, en kannski út frá mjög ólíkum hliðum. Hún er virk í pólitík, það hef ég aldrei verið,“ segir Gunnar sem er doktorsnemi í stjórnmálafræði og sinnir meðal annars kennslu og rannsóknum.
Viðtalið má lesa í heild sinni á vef Vísis.