Tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni voru handteknir um helgina og eru grunaðir um nauðgun, báðir eru þeir nítján ára gamlir.
Enskir miðlar segja frá þessu en af lagalegum ástæðum er ekki hægt að nafngreina þá.
Annar þeirra mætti lögregluna á heimavelli félagsins um helgina þar sem hann var látin vita af málinu og stutt yfirheyrsla fór fram.
Hann var handtekinn skömmu eftir að hann yfirgaf völlinn og gisti í fangaklefa þá nóttina.
Liðsfélagi hans var handtekinn degi síðar og er grunaður um nauðgun líkt og liðsfélagi hans.
Leikmönnunum var sleppt úr haldi gegn tryggingu en meint nauðgun á að hafa átt sér stað á föstudagskvöld.