fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Pressan
Laugardaginn 27. apríl 2024 17:00

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inflúensa er enn stærsta ógnin við heilbrigði fólks um allan heim en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur einnig miklar áhyggjur af uppgangi fuglaflensuveirunnar H5N1 sem hefur breiðst út um allan heim.

Hvað varðar næsta heimsfaraldur þá er líklegast að inflúensuveira muni valda honum að mati leiðandi vísindamanna á þessu sviði.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í nýrri alþjóðlegri könnun, sem var birt nú um helgina, komi fram að 57% af helstu smitsjúkdómafræðingum heims telji að flensuveira muni valda næsta banvæna heimsfaraldri.

Ástæðan fyrir þessu er byggð á langtímarannsókn sem sýnir að flensuveirur eru sífellt að þróast og stökkbreytast að sögn Jon Salmanton-Garvía, hjá Cologne háskóla, sem gerði könnunina.

„Inflúensa kemur fram á hverjum vetri. Það má segja þessa faraldra vera litla heimsfaraldra. Það er hægt að hafa stjórn á þeim að meira eða minna leiti því hin mismunandi afbrigði, sem valda þeim, eru ekki nægilega illvíg en það mun ekki endilega eiga við að eilífu,“ sagði hann.

Á eftir flensuveiru er talið líklegast að veira, sem hefur verið nefnd „Sjúkdómur X“ valdi næsta heimsfaraldri. Þetta er veira sem er enn óþekkt en gæti komið fram á sjónarsviðið á einhverjum tímapunkti að mati 21% þeirra 187 sérfræðinga sem svöruðu könnuninni.

15% sérfræðinganna telja að Sars-CoV-2, sem olli síðasta heimsfaraldri, sé enn ógn og geti valdið öðrum heimsfaraldri í náinni framtíð.

Meðal annarra veira sem voru nefndar til sögunnar eru Lassaveiran, Ebóluveiran og Zikaveiran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi