Héraðsdómur Norðulands eystra úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í vikulangt gæsluvarðhalds vegna gruns um aðild að andláti konu í íbúð í fjölbýlishúsi í Naustahverfi á Akureyri. RÚV greindi frá.
Hin látna er um fimmtugt og var sambýliskona hins grunaða. Lögreglan á Norðurlandi eystra segir grun leika á því að andlát konunnar hafi borið að með saknæmum hætti og að maðurinn sé grunaður um að hafa banað henni. Konan og maðurinn bjuggu saman í íbúðinni þar sem konan fannst látin en þau flutti nýlega í húsið ásamt syni sínum.
Í viðtali DV á mánudag við íbúa í húsinu komu fram rangar upplýsingar en íbúinn taldi málið varða par um þrítugt. Beðist er velvirðingar á þessu.