Núverandi meðferðir við sjúkdómnum lina aðeins einkenni hans, þær takast ekki á við undirliggjandi orsakir hans í heilanum. En nýja lyfið, sem nefnist prasinezumab, virðist lofa góðu þegar kemur að því að takast á við áhrif hans á hreyfigetu sjúklinganna. Virðist það hægja á einkennum á borð við skjálfa og stífleika. Tilraunir með lyfið eru þó bara á byrjunarstigi.
Talið er að eitt af því sem knýr Parkinson sjúkdóminn sé óeðlileg uppsöfnun prótíns, sem nefnist alpha synuclein, í heilanum. Prasinezumab ræðst á þessa prótínklumba og leggur sitt af mörkum við að brjóta þá niður.
Live Science segir að nú liggi sannanir fyrir um að lyfið geti gagnast, að minnsta kosti sumum.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine. Hún beindist að 316 sjúklingum sem tóku þátt í tilraun með lyfið.