fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 06:30

Gerald Wickes. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Daniel Rounce, 18 ára, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt hinn 79 ára Gerald Wickes í „hryllilegri“ árás. Daniel stakk hann í hjartað.

Sky News segir að Daniel geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 25 ár.

Kviðdómur í Leicester Crown Court fann hann sekan um morðið.

Daniel sagðist hafa stungið Gerald þegar hann fylltist örvæntingu þegar hann ætlaði að ræna hann. Hann hafði elt fyrrum maka Gerald inn í húsið þann 22. febrúar á síðasta ári í þeim tilgangi að ræna Gerald.

Daniel Rounce. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að Daniel hafi verið búinn að undirbúa ránið og það geri málið enn verra auk þess sem fórnarlambið hafi verið gamall maður sem hafi verið heima hjá sér þar sem hann hafi átt að geta verið öruggur.

Dómarinn sagði einnig að Daniel hafi gert sér upp andleg veikindi til að reyna að leika á réttarvörslukerfið. En það komst hann ekki upp með og mun eyða næstu 25 árunum í fangelsi og jafnvel fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu