fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir Baby Reindeer eru nú þeir vinsælustu um allan heim á Netflix. Þættirnir eru svokölluð stuttþáttaröð (e. miniseries) og eru þættirnir sjö. Skoski leikarinn, höfundurinn og grínistinn Richard Gadd skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið, og segja þættirnir frá samskiptum hans og eltihrellis hans, miðaldra konu, sem Gadd kallar Mörthu.

Þeir sem ekki hafa enn horft á þættina eru varaðir við að spillar (e. spoilers) eru hér fyrir neðan.

Gadd sagðist í samtali við The Guardian hafa breytt sumum atburðum í þáttunum „örlítið til að skapa dramatíska hápunkta,“og hann notar ekki rétt nafn eltihrellis síns, að öðru leyti sé sagan sönn.

„Þetta er tilfinningalega satt, augljóslega: Ég var gróflega áreittur og misnotaður,“ sagði hann. „En við vildum að þættirnir væru á sviði listarinnar, auk þess að vernda þá einstaklinga sem þættirnir byggja á.“

Í þáttunum fjallar Gadd einnig um tælingu og kynferðislegt ofbeldi sem hann var beittur og sjálfsásakanir hans í kjölfarið, ástarsamband hans við trans konu, fyrrverandi kærustu og móður hennar, samskipti hans við foreldra hans og fleira.

Hver er Richard Gadd?

Gadd er skoskur grínisti sem hóf feril sinn í uppistandi. Uppistandsþáttur hans, Monkey See Monkey Do, hlaut gamanmyndaverðlaunin í Edinborg árið 2016. Þátturinn var byggður á reynslu Gadds af því að vera tældur, nauðgað og misnotaður af eldri manni snemma á ferli Gadds. Eins og sjá má af umfjöllunarefninu var þátturinn ekki fyndinn, en hann hreyfði við áhorfendum.Velgengni gadd jókst og hann skrifaði einleikinn Baby Reindeer árið 2019. Síðar endurskrifaði hann einleikinn sem þáttaröðina sem kom út á Netflix í apríl 2024 og náði strax efsta sæti streymisveitunnar.

„Þetta hefur greinilega slegið í gegn,“ sagði hann við The Guardian. „Ég hafði svo sannarlega trú á þáttununum, en þetta gerðist svo hratt.“ Gadd vinnur nú að skrifum að sex þátta drama fyrir BBC sem heitir Lions.

Er Baby Reindeer sönn saga?

Baby Reindeer byggir eins og áður sagði á raunverulegum atburðum sem gerðust í lífi Gadds. Þáttaröðin hefst á því að ókunnug kona kemur inn á barinn sem Dunn vinnur á, pantar drykk en segist ekki hafa efni á að greiða, þannig að Dunn segir að drykkurinn sé í boði hússins. Sama gerðist í raunveruleikanum árið 2015. Konan hóf síðan að eltihrella Gadd næstu fjögur árin og kallaði hann ávallt Baby Reindeer. Konan komst að netfangi og símanúmeri Gadd og fann hann á Facebook. Á þessum fjórum árum fékk Gadd 41.071 tölvupóst, 350 klukkustunda skilaboð í talhólf, 744 tíst, 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum frá henni.

„Í fyrstu fannst öllum á kránni fyndið að ég ætti aðdáanda,“ sagði Gadd við The Times í apríl 2024. „Síðan byrjaði hún að ráðast inn í líf mitt, elti mig, kom á viðburðina mína, beið fyrir utan húsið mitt, sendi þúsundir talhólfsskilaboða og tölvupósta.“

Gadd leitaði til lögreglunnar, en fékk litla aðstoð þar. Segir Gadd að lögreglunnu hafi þótt óskiljanlegt að karlmaður gæti verið eltihrelldur af konu, því væri yfirleitt öfugt farið.

„Þegar karlmaður er eltihrelldur er því jafan lýst í kvikmyndum og sjónvarpi sem einhverju kynferðislegu, einhverju sem er sexí. Konan er femme fatale sem verður smám saman óheiðarlegri. Því fylgir ekki eins mikil ógn um líkamlegt ofbeldi, er sjaldgæfara og hægt er að gera lítið úr því,“ sagði hann við The Times. „Ég var líkamlega hræddur vegna þess að ég vissi ekki hversu langt hún gæti tekið þetta, hún gæti átt hníf, en ég hugsaði hversu skelfilegt það væri ef hún væri hávaxinn ógnvekjandi maður.“

Gadd segir það hafa gert mikið fyrir andlega hlið hans og uppgjör hans við síðustu ár að skrifa einleikinn og síðan sjónvarpsþættina um málið.

„Ég gat ekki byrgt þetta allt inni lengur. Að búa til sýningu um málið var það eina sem ég gat gert. Ég var skelfingu lostinn, en með því að setja atburðina á svið þá tek ég stjórnina. Þegar þú heldur svona máli inni svona lengi verður það risastórt og óyfirstíganlegt, en með því að setja þá svið geturðu einhvern veginn farið út fyrir sjálfan þig, fylgst með utan frá og unnið úr atburðunum.“

Jessica Gunning hefur fengið afar góða dóma fyrir hlutverk sitt sem Martha, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Hver er hin raunverulega Martha?

Gadd kallar eltihrelli sinn Martha og hefur aldrei gefið upp opinberlega raunverulegt nafn konunnar sem eltihrelldi hann í fjögur ár. Þrátt fyrir að hún hafi áreitt hann í allan þennan tíma segir Gadd að hann hafi samt ákveðna samúð með henni vegna geðrænna vandamála hennar. Hann sagði við GQ í apríl 2024 að hann hefði breytt ákveðnum þáttum persónu hennar svo enginn gæti greint hver hún væri. „Við höfum farið svo langt í að dulbúa hana að því marki að ég held að hún myndi ekki kannast við sjálfa sig. Það eru ekki birtar staðreyndir um konuna, heldur frekar bent á tilfinningalegt ástand hennar.“

Netverjar voru þó ekki lengi að finna út hver hin raunverulega Martha er, enda lítið mál að gúggla færslur á samfélagsmiðlum og aðrar slíkar upplýsingar. Mun hún heita Fiona Harvery og vera nú búsett í London.

Í X birti FionaHarvey2014 tíst þann 23. september 2014 þar sem segir „@MrRichardGadd my curtains need hung badly.“ Setning sem Martha segir í þáttunum og vísar til þess að Dunn þurfi að sinna henni kynferðislega.

Þann 21. apríl 2024 endurtísti notandinn @MooreFoodPlz tíski @FionaHarvey2014 þar sem tenging er gerð á milli kráar í Camden og kráarinnar sem notuð er í Baby Reindeer. Færslunni var endurtvítað 3000 á einum degi.

Myndband á TikTok birtir fjölda tísta frá sama aðgangi, þar sem Richard Gadd er taggaður í hverri færslu.

@morbirdart Do you think this is the real Martha? Before you get upset with exposing her identity, remember this woman is dangerous and shoild be exposed to prevent future harrassment. That and shes a convicted stalker. #babyreindeer #babyreindeermartha #realmartha #martha #fionaharvey #netflix ♬ Spooky, quiet, scary atmosphere piano songs – Skittlegirl Sound

Fiona Harvey mun vera eltihrellirinn

Hvað varð um Mörthu í raunveruleikanum?

Í þáttunum er Martha að lokum dæmd í níu mánaða fangelsi og fimm ára nálgunarbann eftir að hún skilur eftir ógnandi talhólfsskilaboð í síma Dunn. Gadd hefur ekki svarað því hvort sama eigi við um konuna sem eltihrelldi hann, en hann segir að búið sé að taka á málinu.

„Það er leyst,“ sagði hann við The Times. „Ég hafði blendnar tilfinningar til þess því ég vildi ekki henda einhverjum sem glímdi við slíka andlega erfiðleika í fangelsi.“

Gadd tókst að lokum að sanna það fyrir lögreglunni að konan væri að áreita hann með því að taka upp öll skilaboðin hennar þegar hún var að hóta honum eða fólki tengdu honum. Segir Gadd að reynsla hans af lögreglunni sé ekki góð og lögreglan hafi verið óhjálpleg.

„Þegar ég fór í gegnum lögregluferlið vegna málsins fannst mér ég í raun standa frammi fyrir því hversu mikill skortur á fjármagni virtist vera, hvernig lögreglan er fjársvelt,“ segir Gadd og segist hann einnig hissa á hversu litla aðstoð eltihrellir hans hafi fengið.

Þrátt fyrir að Gadd hafi nú fengið frið frá eltihrelli sínum segir hann að áfallið sitji enn í honum andlega og líkamlega. „Þegar þú gengur í gegnum nær stanslausa þrautagöngu þar sem þú ert eltihrelldur þá hefur það varanleg áhrif á þig. Ég glími enn við afleiðingarnar, en ég býst við að þess vegna hafi ég ákveðið að segja sögu mína í gegnum listina, til að vinna í gegnum áfallið, skilja það og reyna að sleppa tökum á því með einhverjum hætti.“

Jessica Gunning hefur fengið afar góða dóma fyrir hlutverk sitt sem Martha, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni