fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 14 ára gamla Carly Madison Gregg var handtekin í mars sökuð um að hafa myrt móður sína og skotið á stjúpföður sinn á heimili fjölskyldunnar í Brandon í Mississippi.

Yfirvöld segja stúlkuna hafa skotið móður sína til bana og síðan skotið að stjúpföður sínum, en hann komst lífs af. Carly er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps og verður farið með mál hennar eins og hún væri lögráða einstaklingur, en Carly neitar sök.

Í bráðabirgðayfirheyrslum í dag töluðu rannsakendur um hegðun Carly eftir að hún skaut móður sína, en upptökur á öryggismyndavélum heimilisins sýna atvikið að hluta. Á upptökunum sjást mæðgurnar koma heim og eftir nokkurn tíma sést hin grunaða fara inn í svefnherbergi móður sinnar, sagði Zachary Cotton, rannsóknarmaður Rankin-sýslu „Svo heyrirðu byssuskot, öskur, og tvö byssuskot í kjölfarið,“ sagði Cotton.

Carly sést ganga inn í eldhúsið þar sem hún sést senda skilaboð úr síma að sögn Cotton, en rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að hún var að senda stjúpföður sínum skilaboð og spyrja hvenær hann kæmi heim. Á tímanum sem líður frá því að hún skaut móður sína og þar til hún skaut stjúpföður sinn lítur út fyrir að Carly sé að syngja fyrir hundinn sinn.

Á einum tímapunkti spurði Carly vinkonu sína hvort hún gæti komið til hennar og bar við að um væri að ræða neyðartilvik. Faðir vinkonunnar keyrði hana til heimilis Carly og hún mun þá hafa spurt vinkonuna: „Hefurðu einhvern tíma séð lík áður?“ sagði rannsóknarmaðurinn Cotton við yfirheyrsluna.

Vinkonan svaraði neitandi og fór Carly þá með hana að líki móður sinnar og sýndi vinkonu sinni einnig morðvopnið og sagðist hafa skotið þremur skotum á móður sína og þremur skotum á stjúpföður sinn.

Stjúpfaðirinn sagði rannsakendum að Carly hefði verið með skammbyssu og skotið hann í öxlina þegar hann kom heim. Stjúpfaðirinn heldur því fram að átök hafi orðið á milli þeirra með byssuna áður en Carly flúði af vettvangi í gegnum bakgarð hússins. Hún var handtekin um hálftíma síðar nálægt húsinu.

Móðir Carly, Ashley Smylie, var stærðfræðikennari við Northwest Rankin menntaskólann þar sem Carly var nemandi. Í minningargrein var Smylie lýst sem sem „hæfileikakonu í stærðfræði, tækni og listum“.

Eftir atvikið og handtöku Carly rættu fréttamiðlar vestanhafs meðal annars við bekkjarsystkini hennar. Margir þeirra sögðu að hún væri að taka lyf við jaðarpersónuleikaröskun (e. Border Personality Disorder). 

„Hún hegðaði sér eðlilega þennan dag, en hún hafði alltaf verið að segja hluti um hvernig hún hataði mömmu sína,“ sagði einn samnemandi. „Carly sagði margt ógnvekjandi en fólk tók hana aldrei alvarlega því hún gerði aldrei neitt til að fylgja eftir orðum sínum. Hún sagði hluti eins og „ég ætla að drepa hana (mömmu hennar)“ en unglingsáráttuna, sem eftir á að hyggja voru nú rauðir fánar sem við sáum ekki.“ Bekkjarsystkinin sögðu að Carly talaði af miklu hatri um fólk sem henni líkaði ekki við, „og hún talaði um að henni líkaði ekki við mömmu sína“.

Carly hélt því líka oft fram við vini sína að hún hefði verið misnotuð heima, en það eru engar vísbendingar sem styðja þær ásakanir hennar og lögreglan hreinsaði stjúpföður hennar af misgjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni