fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 15:30

Jóhann Páll Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðum um störf þingsins í dag gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki gengið í að breyta úreltu regluverki um innheimtu smálána. Sagði hann Ísland vera kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki sem gerði „hákarlafyrirtækjum“ kleift að notfæra sér neyð fólks og græða á þeirri stöðu að fleiri og fleiri heimili hafi átt erfitt með að ná endum saman í tíð þessarar ríkisstjórnar.

„Ísland er kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki sem notfæra sér neyð fólks, sem notfæra sér og græða á þeirri stöðu að fleiri og fleiri heimili hafa átt erfitt með að ná endum saman í tíð þessarar ríkisstjórnar sem hefur misst efnahagsmálin gersamlega úr höndunum á sér eins og kristallast í mikilli og þrálátri verðbólgu og hæstu vöxtum í hinum vestræna heimi. Þá grípur fólk til örþrifaráða og hákarlarnir notfæra sér það.“

Hann rifjaði upp að hér voru sett innheimtulög árið 2008 og í kjölfarið reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Þetta hafi verið mikilvæg skref í rétta átt, en þessar reglur séu komnar til ára sinna og þær dugi ekki til að verja neytendur gegn ósanngjörnum innheimtuaðferðum og smálánafyrirtækin komist auðveldlega í kringum þær.

„Segjum að einstaklingur taki 60.000 kr. lán. Fyrirtækið getur skipt slíkri kröfu upp í fimm sjálfstæðar kröfur, rukkað svo fyrir sendingu á innheimtubréfi fyrir hverja einustu kröfu, og svo fyrir sendingu milliinnheimtubréfs fyrir hverja kröfu, svo er rukkað fyrir símtal vegna hverrar einustu kröfu, og fyrir skriflegt samkomulag um greiðslu á hverri kröfu – og ef krafan endar svo í löginnheimtu þá bætast tugir þúsunda við til viðbótar, þannig að hjá fólki í greiðsluerfiðleikum getur 60 þúsund króna lán endað með innheimtukostnaði upp á hátt í 200 þúsund krónur.

Og þetta lætur stjórnarmeirihlutinn hér á Alþingi viðgangast með úreltu regluverki sem verður að breyta, verður að breyta sem allra fyrst. Þess vegna hef ég lagt fram hér í annað sinn lagafrumvarp um að samanlagður kostnaður við frum-, milli- og löginnheimtu verði aldrei hærri en höfuðstóll kröfunnar sem er til innheimtu hverju sinni. Þetta eru breytingar sem Neytendasamtökin hafa lengi kallað eftir og í takti við reglur sem settar hafa verið í Svíþjóð og Danmörku. Ég trúi ekki öðru en að þingheimur geti sameinast um breytingar í þessa veru til að verja neytendur gegn lánahákörlum sem notfæra sér neyð fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál

Heiða Björg borgarstjóri: Þétting byggðar og efling almenningssamgangna í Reykjavík ekki síst samkeppnismál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““

Biður Guðrúnu að hætta að hlusta á tápsára eltihrella eftir upphlaupið í gær – „Kalla hana blygðunarlaust „biðformanninn““