fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Fókus
Sunnudaginn 28. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður í fyrirtæki einu lenti upp á kant við yfirmann sinn fyrir skemmstu þar sem deilt var um það hvenær hann á að mæta til vinnu og hvenær vinna hefst.

Michael Sanz heldur úti vinsælli TikTok-síðu þar sem hann fjallar um ýmis vinnumarkaðstengd málefni.

Í einni nýlegri færslu birti hann fyrirspurn frá starfsmanni ónefnds fyrirtækis sem fékk skammir frá yfirmanni sínum fyrir að stimpla sig inn klukkan 9 þegar vinnudagurinn átti að hefjast klukkan 9. Vill hann að hann mæti í vinnuna 15 mínútum áður en hann byrjar að vinna svo hann sé tilbúinn á slaginu 9.

Yfirmaðurinn sendi starfsmanninum eftirfarandi skilaboð:

„Sæll félagi. Þú stimplaðir þig inn klukkan 9 í morgun. Er einhver ástæða fyrir því?“

Starfsmaðurinn: „Vaktin mín byrjar klukkan 9?“

Yfirmaðurinn: „Já, en þú átt að vera tilbúinn að byrja vinnuna klukkan 9. Það þýðir að þú þarft að mæta allavega fimmtán mínútum áður.“

Starfsmaðurinn: „Okei. Hvernig viltu að ég skrifi það á vaktaskýrsluna mína? Hún gerir bara ráð fyrir því að ég byrji klukkan 9.“

Yfirmaðurinn: „Þú gerir það ekki enda færðu ekki borgað fyrir það. Þú þarft bara að vera tilbúinn að byrja vinnuna klukkan 9, ekki labba inn þá.“

Starfsmaðurinn: „En ég ER tilbúinn að byrja þá. Ég stimpla mig inn klukkan 9 og byrja strax. Hefur þetta verið eitthvað vandamál?“

Yfirmaðurinn: „Nei, en við þurfum að fá starfsfólk inn í hús tímanlega svo það myndist ekki örtröð þegar vinnudagurinn byrjar.“

Starfsmaðurinn: „Um leið og þú finnur út úr því hvernig ég get skráð þetta á vaktaskýrsluna er þetta ekkert mál. Nema þú viljir að ég hætti bara 15 mínútum fyrr í vinnunni? Ég vil bara hafa þetta á hreinu.“

Michael Sanz, sem er frá Ástralíu, segir að það virðist færast í aukana að vinnustaðir reyni að snuða starfsfólk sitt eins og þetta dæmi sýnir. Ef viðkomandi starfsmaður getur byrjað vinnuna klukkan 9 sé engin ástæða til að mæta 15 mínútum nema fá þá greitt fyrir það.

Myndband Sanz vakti töluverð viðbrögð og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar. Sumir eru þeirrar skoðunar að það sé gott vinnusiðferði að mæta 5-10 mínútum áður en vakt byrjar til að vera tilbúinn að hefja störf á réttum tíma.

„Það er eins gott að hann sé aldrei mínútu lengur í hádegismat en hann á að vera eða taki einkasímtöl á vinnutíma,“ benti einn á.

Aðrir benda hins vegar á að að ógreiddar mínútur séu fljótar að safnast upp í ógreidda klukkutíma.

Graham Wynn, sem hefur meðal annars starfað við mannauðsstjórn, bendir á að fólki sé í sjálfsvald sett hvernig það hagar sinni vinnu. Einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja aðeins aukalega á sig séu þó miklu líklegri til að fá launahækkun eða stöðuhækkun þegar fram líða stundir en þeir sem eru ekki tilbúinir að leggja aukalega á sig.

@theoutsourcingexpert Im constantly amazed when bosses expect you to start work without being paid for it. Sometimes it’s just a process and system that needs tweaking, other times it’s a change in leadership #badboss #staffburnout #toxicculture #poormanagement #greatboss #bebetter #tbd #teamsbydesign #outsourcing #virtualassistants #adminsupport #varecruitment #adminassistant #remotesupport #propertymanagementsupport #lettingsupport #salesprogression #virtualassistantphilippines #howtooutsource #besttaskstooutsource #eliminaterepetativetasks #delegateadmintasks #outsourcingtothephilippines #unbusy #tasksyoucanoutsource #realestatevirtualassistant #businessowner #realestateagencyboss #propertymanager #realestateagent #pmbusinessowner #propertymanagerbusinessowner #propertymanageraustralia #propertymanageruk #propertymanagernewzealand #businessowner #entrepreneur #ukbusinessowner #selfemployed ♬ original sound – Michael Sanz -Outsourcing Tips

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife