FC Bayern hefur hafið formlega viðræður við Ralf Rangnick um að taka við þjálfun liðsins. Sky í Þýskalandi sagði frá.
Rangnick og Roberto De Zerbi eru efstir á blaði Bayern þessa dagana.
Xabi Alonso og Julian Naglsmann hafa báðir hafnað starfinu hjá Bayern.
Rangnick er þjálfari Austurríks og er með samning út sumarið 2026, Bayern þarf því að kaupa hann út.
Rangnick tók við þjálfun Manchester United undir lok árs 2021 og stýrði liðinu út tímabilið áður en Erik ten Hag tók við United.