Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football telur engan hita vera á Arnari Grétarssyni í starfi hjá Val. Hann segir engan betri þjálfara vera á lausu fyrir Val að fara í.
Nokkur umræða hefur skapast um Arnar og stöðu Vals eftir tap gegn Stjörnunni í þriðju umferð Bestu deildarinnar. Valur er með fjögur stig eftir þrjá umferðir.
Umræða skapaðist eftir að fyrrum leikmaður liðsins Arnar Sveinn Geirsson ræddi það að æfingar Vals væru ekki nógu góðar og frjálsræði leikmann ekki mikið. „Þegar Arnar Sveinn talar þá hlustar Hlíðarenda, gert allt sem hægt er að gera hjá klúbbnum. Pabbi hans einn besti íþróttamaður í sögu Vals,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.
„Þetta fer öfugt ofan í Arnar Grétarsson, það er smá hiti þarna. “
Hjörvar fór svo að velta því fyrir sér hvort það væri furðulegt hversu mikið væri rætt um það hvort reka ætti þjálfara úr starfi.
„Það var rætt við mig, hvort það sé ósanngjarnt að ræða störf þjálfara. Fótboltaáhugamenn krefjast þess oft að þjálfarar séu reknir, af hverju gerum við það að í þessu jobbi en engu öðru? Ef ég er ósáttur með season 7 af Landanum, þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn,“ sagði Hjörvar
„Ég yrði mjög fúll ef ég tæki við Bestu deildar mörkunum og ég sæi að Sigurður Bond væri að tala um að ég ætti að segja af mér. Það er hvergi annars staðar þar sem menn mæta í vinnu og það er fólk út í að bæ að ræða það hvort þú verðir rekinn.“
Gunnar Birgisson ein af stjörnum RÚV tók þá til máls. „Maður óskar þess að enginn missi vinnuna, við vitum hvernig bransinn virkar. Stjórnarmenn sem ég hef frekar gagnrýnt, þeir bregðast oft við eftir hentisemi. Bregðast við eftir úrslitum og fara þá í að breyta hlutunum þannig, að þjálfarinn tekur fallið. Það er oft lítil pæling á bak við það, sama hvernig Arnari vegnar í næstu leikjum þá fóru þeir inn í tímabilið. Varla fara þeir í 2-3 leiki og ætla svo að breyta.“
Hjörvar telur að Valur sé ekki að skoða það að skipta Arnari út. „Ég held að það sé enginn hiti á honum. Þetta er All-star lið og maður veltir því fyrir sér hvað sé hægt að gera, Arnar Sveinn talar um að það vanti frjálsræði og að leikmönnum sé treyst.“
„Ef þetta heldur áfram að vera þungt, haldið þið að þeir séu klárir með plan? Ef ég horfi yfir markaðinn sé ég engan þjálfara sem er betri en Arnar Grétarsson sem er á lausu.“