Ruben Amorim, stjóri Sporting, fundaði með West Ham í gær en eftir hann þykir ekki líklegt að hann taki við liðinu í sumar.
Amorim er ansi spennandi stjóri sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool. West Ham skoðar einnig sína möguleika ef David Moyes skildi fara í sumar.
Amorim flaug til London í gær til að funda með West Ham en samkvæmt Fabrizio Romano er ekki búist við frekari viðræðum eftir þann fund.
Sem fyrr segir hefur Amorim einnig verið orðaður við stöðuna hjá Liverpool sem arftaki Jurgen Klopp. Það er þó ólíklegt sem stendur.
🚨🇵🇹 Rúben Amorim update. Understand after initial round of talks, it’s highly unlikely to see Amorim as new West Ham manager.
Discussions not expected to advance after meeting in London.
Talks on stand-by with Liverpool since last week.
❗️ Amorim keeps his options open. pic.twitter.com/9JvF5J3ANa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024