fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Fókus
Laugardaginn 27. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem hefur verið gift í 30 ár segist vera við það að gefast upp á hjónabandinu af dálítið óvenjulegri ástæðu.

„Hvernig kem ég í veg fyrir að maðurinn minn prumpi? Ef ég fer í rúmið á eftir honum angar herbergið af súrri lykt. Þegar ég lyfti sænginni upp þá er lyktin enn verri,“ segir konan í bréfi sem hún sendi Em Clarkson, dálkahöfundi Metro, en Em sérhæfir sig í að ráðleggja fólki sem er í allskonar vandræðum í einkalífinu.

Þó að einhverjum kunni að finnast vandamálið sem konan glímir við smávægileg segir konan að henni sé fúlasta alvara. Hún segist hafa rætt þetta við manninn sinn og hann bent henni á að hann ráði ekkert við hvað hann gerir í svefni.

„Þetta er alvöru mál. Eftir 30 ára hjónaband þá ræð ég ekki við þetta lengur,“ segir konan sem kveðst þó elska manninn sinn af öllu hjarta.

Clarkson bendir á að vissulega þurfi allir að prumpa og það sé eitthvað sem fólk ræður illa við. Af frásögn konunnar að dæma sé þó um alvöru vandamál að ræða sem hún þarf að ræða við eiginmanninn í fullri alvöru. Hún þurfi að benda honum á að þetta sé farið að valda verulegum óþægindum.

„Hann þarf að hlusta á þig og skilja að vandamálið sé raunverulegt og hann sé sjálfselskur ef hann sér það ekki. Ég myndi leggja til að hann færi til læknis í þeirri viðleitni að takmarka þessi óþægindi. Iðraólga er til dæmis ekki óalgeng og að taka til í mataræðinu gæti til dæmis hjálpað. Mér þykir þetta leiðinlegt og vona að þessi ráð hjálpi eitthvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram