Ralf Rangnick kemur alvarlega til greina sem næsti stjóri Bayern Munchen.
Rangnick stýrði síðast Manchester United í félagsliðaboltanum en er nú landsliðsþjálfari Austurríkis.
Bayern er í stjóraleit en Thomas Tuchel hættir í sumar. Nokkur nöfn hafa verið nefnd til sögunnar og auk Rangnick eru til að mynda Roberto De Zerbi, stjóri Brighton á blaði. Engar viðræður eru þó farnar af stað við hann enn þá.
Unai Emery var einnig orðaður við starfið en samkvæmt nýjustu fréttum hefur hann framlengt samning sinn við Aston Villa.
🔴🇩🇪 Ralf Rangnick has always been on Bayern list and he remains a concrete option for the job, as talks took place.
Roberto de Zerbi, part of the shortlist too but contacts are not advanced yet.
Unai Emery, never close to Bayern job as he’s 100% focused on #AVFC. ⤵️ https://t.co/PLx960MI3y
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024