fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 07:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, kaupmaður sem oft er kenndur við Fiskikónginn, birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu sem vekur athygli.

Kristján sagði frá því í síðustu viku að einstaklingur hefði brotið allar rúður í verslun hans á Sogavegi. Kristján var ómyrkur í máli, eðlilega myndu kannski einhverjir segja, og velti fyrir sér hvað fengi fólk til þess að skemma, brjóta og bramla fyrir öðrum.

Sjá einnig: Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi:„Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

„Eigum við þetta skilið ? Er afbrýðissemin svona mikil?  Hvað fær fólk til þess að skemma fyrir öðrum ?Það finnst mér vera spurning dagsins. En það er alveg á hreinu: Sumt fólk eru fífl,“sagði hann í lok færslu sinnar sem hann birti á Facebook.

Nú hefur Kristján beðist afsökunar á að hafa sagt að gerandinn væri fífl.

„Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðræn vandamál að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna,“ segir Kristján sem snýr sér svo að stöðu geðheilbrigðismála í þjóðfélaginu.

„Hins vegar vil ég segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem á við geðræn vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta! Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál,“ segir Kristján sem tekur fram að nýjar rúður séu komnar í verslunina og enginn hafi meiðst, sem betur fer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti