Anse Ghesquiere, lögmaður mannsins, sagði í samtali við Reuters að vísindamenn telji að fjöldi ABS-sjúklinga á heimsvísu sé mjög svo vanmetinn en um 20 manns hafa verið greind með sjúkdóminn á heimsvísu.
Ghesquiere sagði að það sé síðan „óheppileg tilviljun“ að maðurinn starfar í brugghúsi.
Hún sagði að maðurinn hafi gengist undir rannsóknir hjá þremur læknum til að staðfesta sjúkdóminn og féllst belgískur dómstóll á niðurstöðu rannsóknar þeirra og sýknaði manninn af ákæru um ölvunarakstur.
Maðurinn var sektaður og sviptur ökuréttindum tímabundið 2019 fyrir ölvunarakstur. Hann mótmælti þeirri niðurstöðu og þvertók fyrir að hafa drukkið áfengi en þá vissi hann ekki af sjúkdómi sínum.
Maðurinn fylgir nú sérstöku mataræði þar sem hann borðar mjög lítið af kolvetnum til að koma í veg fyrir að líkami hans framleiði meira alkóhól.