fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Pressan
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur belgískur karlmaður var í gær sýknaður af ákæru um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sannaði maðurinn að hann þjáist af sjúkdómnum ABS, auto-brewery syndrome, sem gerir að verkum að líkami hans breytir kolvetnum í alkóhól og hann getur orðið drukkinn án þess að drekka svo mikið sem einn dropa af áfengi.

Anse Ghesquiere, lögmaður mannsins, sagði í samtali við Reuters að vísindamenn telji að fjöldi ABS-sjúklinga á heimsvísu sé mjög svo vanmetinn en um 20 manns hafa verið greind með sjúkdóminn á heimsvísu.

Ghesquiere sagði að það sé síðan „óheppileg tilviljun“ að maðurinn starfar í brugghúsi.

Hún sagði að maðurinn hafi gengist undir rannsóknir hjá þremur læknum til að staðfesta sjúkdóminn og féllst belgískur dómstóll á niðurstöðu rannsóknar þeirra og sýknaði manninn af ákæru um ölvunarakstur.

Maðurinn var sektaður og sviptur ökuréttindum tímabundið 2019 fyrir ölvunarakstur. Hann mótmælti þeirri niðurstöðu og þvertók fyrir að hafa drukkið áfengi en þá vissi hann ekki af sjúkdómi sínum.

Maðurinn fylgir nú sérstöku mataræði þar sem hann borðar mjög lítið af kolvetnum til að koma í veg fyrir að líkami hans framleiði meira alkóhól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Í gær

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi