Inter Milan er ítalskur meistari, þetta varð ljóst eftir 1-2 sigur liðsins á grönnum sínum í AC Milan. Inter hefur haft mikla yfirburði á Ítalíu í vetur.
Francesco Acerbi kom Inter yfir áður en Marcus Thuram bætti við öðru marki liðsins.
Fikayo Tomori lagaði stöðuna fyrir AC Milan í síðari hálfleik en nær komst liðið ekki.
Það sauð allt upp úr í lok leiks þegar Davide Calabria og Theo Hernandez hjá AC Milan fengu rautt og Denzel Dumfries leikmaður Inter fékk einnig rautt.
Fimm umferðir eru eftir á Ítalíu en með sigrinum er Inter nú sautján stigum á undan AC sem situr í öðru sætinu.