Það er orðið ljóst að Thiago Silva mun kveðja Chelsea þegar tímabilið er á enda en þá rennur samningur hans við félagið út.
Silva er 39 ára gamall en hann gekk í raðir Chelsea árið 2020.
Þessi öflugi varnarmaður frá Brasilíu hafði þá átt magnaðan feril með PSG og AC Milan.
Fabrizo Romano segir að Silva hafi fengið nokkur tilboð í janúar en ákveðið að klára tímabilið með Chelsea.
Fluminense í heimalandinu hefur mikinn áhuga á að fá Silva sem er ekki á því að hætta strax þrátt fyrir hækkandi aldur.
🚨🔵 Thiago Silva will leave Chelsea as free agent the end of the season. The decision has been made, to be confirmed soon.
He rejected proposals in January to stay and help Chelsea until the end.
🇧🇷 Thiago has Fluminense interest since long time but keeping all options open. pic.twitter.com/5oZIManThl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024