Sky News segir að mál hennar sé nú fyrir rétti og hafi hún játað að hafa banað Billingham. Lík hans fannst í mars 2022, fjórum og hálfum mánuði eftir að síðast sást til hans.
Beal játaði á föstudaginn að hafa banað Billingham eftir að hún missti stjórn á sér en hún neitaði að hafa myrt hann.
Beal var handtekin í mars 2022 þegar lögreglan kom til hennar og fann fyrrgreinda dagbók og sá færslur hennar um morðið og að hún hefði grafið líkið.
Hún hafði einnig sent skilaboð úr síma Billingham til að villa um fyrir fólki. Í skilaboðunum sagði hún að Billingham og hún hefðu smitast af COVID og þyrftu að vera í einangrun.
Viku síðar sendi hún skilaboð til systur sinnar um að hún og Billingham hefðu slitið sambandi sínu því hún hefði komst að því að hann ætti í ástarsambandi við aðra konu.
Þetta var allt saman lygi að sögn saksóknara en hins vegar hafi Billingham haldið framhjá henni áður.
Hún sneri aftur til kennslu, hún kenndi 6 ára börnum, þegar hún hafði „jafnað sig af COVID“ og fékk mikinn stuðning frá fólki vegna „sambandsslitanna“.
En andlegri heilsu hennar fór hrakandi eftir þetta og í mars 2022 leigði hún sér sumarhús í Cumbria og sendi ættingjum sínum skilaboð þaðan. Þeir höfðu áhyggjur af henni og fengu lögregluna til að kanna með ástand hennar.
Lögreglan fann dagbókina í sumarhúsinu og þá fór boltinn að rúlla í morðmálinu.