Þetta var boðskapur Mark Warner, sem situr í öldungadeild þingsins fyrir Demókrataflokkinn, þegar hann ræddi við CBS News á sunnudaginn.
Fulltrúadeildin samþykkti pakkann á laugardaginn eftir að hann hafði setið fastur þar í um hálft ár. Hluti af þingmönnum Repúblikana hafði komið í veg fyrir að hann væri tekinn til afgreiðslu.
Reiknað er með að öldungadeildin og Joe Biden, forseti, staðfesti hjálparpakkann í þessari viku og geta fyrstu vopnasendingarnar til Úkraínu jafnvel farið af stað síðar í vikunni.
Warner sagði að meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn fá í þessum pakka verði Atacms sem eru flugskeyti sem draga töluvert lengra en þau flugskeyti sem Bandaríkjamenn hafa látið Úkraínumönnum í té til þessa.
Warner reyndi einnig að setja aðstoðina við Úkraínu í sögulegt samhengi svo fólk átti sig betur á henni og þýðingu hennar.
„Ef maður tekur eitt skref aftur á bak og hugsar út í að stærstan hluta af líftíma mínum hefur megnið af áherslu bandaríska hersins beinst að Rússlandi. Núna og á síðustu tveimur árum, með minna en 3% af útgjöldum okkar til varnarmála, hefur Úkraínumönnum tekist að gera út af við 87% af landher Rússa eins og hann var fyrir stríðið, 63% af skriðdrekum og 32% af brynvörðum fólksflutningatækjum þeirra án þess að einn einasti bandaríski hermaður hafi fallið. Þetta hefur þeim tekist með hugrekki sínum og þeim búnaði sem þeir hafa fengið frá okkur og evrópskum bandamönnum okkar,“ sagði hann.
The U.S. shipments of long-range ATACMS missiles "will be in transit" next week, once Pres. Biden signs the Congress-approved foreign aid package for Ukraine, Senate Intel Chair @MarkWarner says.
"If they don't have the materials, they can't carry this fight to the Russians." pic.twitter.com/J1VN9XRirt
— Face The Nation (@FaceTheNation) April 21, 2024