fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 04:07

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög skynsamleg ákvörðun hjá bandaríska þinginu að samþykkja nýjan hjálparpakka til Úkraínu að verðmæti 60 milljarða dollara.

Þetta var boðskapur Mark Warner, sem situr í öldungadeild þingsins fyrir Demókrataflokkinn, þegar hann ræddi við CBS News á sunnudaginn.

Fulltrúadeildin samþykkti pakkann á laugardaginn eftir að hann hafði setið fastur þar í um hálft ár. Hluti af þingmönnum Repúblikana hafði komið í veg fyrir að hann væri tekinn til afgreiðslu.

Reiknað er með að öldungadeildin og Joe Biden, forseti, staðfesti hjálparpakkann í þessari viku og geta fyrstu vopnasendingarnar til Úkraínu jafnvel farið af stað síðar í vikunni.

Warner sagði að meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn fá í þessum pakka verði Atacms sem eru flugskeyti sem draga töluvert lengra en þau flugskeyti sem Bandaríkjamenn hafa látið Úkraínumönnum í té til þessa.

Warner reyndi einnig að setja aðstoðina við Úkraínu í sögulegt samhengi svo fólk átti sig betur á henni og þýðingu hennar.

„Ef maður tekur eitt skref aftur á bak og hugsar út í að stærstan hluta af líftíma mínum hefur megnið af áherslu bandaríska hersins beinst að Rússlandi. Núna og á síðustu tveimur árum, með minna en 3% af útgjöldum okkar til varnarmála, hefur Úkraínumönnum tekist að gera út af við 87% af landher Rússa eins og hann var fyrir stríðið, 63% af skriðdrekum og 32% af brynvörðum fólksflutningatækjum þeirra án þess að einn einasti bandaríski hermaður hafi fallið. Þetta hefur þeim tekist með hugrekki sínum og þeim búnaði sem þeir hafa fengið frá okkur og evrópskum bandamönnum okkar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?