fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 22. apríl 2024 21:00

Laufey er orðin risastjarna en spilar í mjög litlum tónleikasölum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörgum aðdáendum Laufeyjar var snúið við í dyrunum á tónleikum söngkonunnar í Houston á laugardag. Gríðarlega mikið af fölsuðum miðum voru í umferð. Reynt var að koma eins mörgum fyrir og hægt var.

Tónleikunum, sem fóru fram í tónleikahöllinni 713 Music Hall, seinkuðu út af uppákomunni. Vanalega stígur Laufey á svið klukkan 9:05 en ekki fyrr en 9:20 í þetta skiptið eins og staðarmiðillinn Houston Chronicle greinir frá.

„Afsakið þessa seinkun. Það voru einhverjir krakkar sem voru plataðir og ég vildi tryggja að allir kæmust inn,“ sagði Laufey skömmu eftir að hún hóf tónleikana.

Boðið að kaupa sig inn og standa

Aðdáendurnir höfðu keypt miða á vefsíðum á borð við StubHub, SeatGeek og Vivid Seats, ekki hjá opinberum söluaðilum. Miðar hjá meira en 300 aðdáendum reyndust vera falsaðir. Staðurinn tekur 5 þúsund manns.

Löngu uppselt var á tónleikana, eins og alla aðra á Bandaríkjatúr Laufeyjar. Til þess að bregðast við þessum mikla fjölda falsaðra miða gripu tónleikahaldarar á það ráð að bjóða eins mörgum og hægt var að kaupa sig inn á tónleikana til þess að standa í röð aftan við sætin.

Borgaði tvöfalt og missti af byrjuninni

Einn aðdáandinn, Surya Sahai að nafni, lýsir því að hafa keypt miða á StubHub á 125 dollara, það er tæplega 18 þúsund krónur. Þessi miði reyndist falsaður og þurfti hann að bíða í sérstakri röð til að kaupa miða í standandi röð á 90 dollara, eða tæpar 13 þúsund krónur. Hafði hann þá borgað um 31 þúsund krónur, hafði ekki fengið sæti og misst af byrjuninni á tónleikunum.

Sjá einnig:

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

„Ég fékk allavega að sjá hana,“ segir Sahai. „Ég var í uppnámi þegar ég var að bíða. Ég kenni Laufey ekki um þetta á neinn hátt. Þetta er 1000 prósent ekki henni að kenna. Ég vildi að StubHub og 713 Music Hall myndu leysa málið.“

Gerðist á fleiri tónleikum

Annar, Samuel Chiu, hafði keypt tvo miða á rúmar 586 dollara, 83 þúsund krónur, á vefsíðunni SeatGeek. Þegar hann mætti á svæðið var honum sagt að það væri þegar búið að skanna miðana hans.

„Þau gátu séð að önnur manneskja átti miðann. Einhver kona sem heitir Dana var með sætin mín í gegnum Ticketmaster,“ sagði Chiu. Hafði hann heyrt frá öðrum að svipað hefði gerst á tónleikum Laufeyjar í Seattle. „Ég held að hluti af vandanum sé sá að hún er svakalega vinsæl en að spila í pínulitlum tónleikasölum.“

Brotnuðu niður og grétu

Þrátt fyrir þessa leiðindauppákomu á tónleikunum í Houston gengu þeir afar vel fyrir sig að öðru leyti. Að sögn Houston Chronicle var húsið smekkfullt af aðallega ungu fólki, sumum barnungum í fylgd með foreldrum sínum.

Erfiðlega gekk hins vegar fyrir tónleikahaldara að halda hinum sviknu aðdáendum á sínum stað fyrir aftan sætin. Margir þeirra fóru framar og settust jafn vel á gólfið til hliðanna.

Engu að síður voru sumir sem fengu því miður ekki að komast inn. Var það átakanlegt fyrir þá.

„Fólk var að brotna saman og gráta þegar það heyrði hana byrja að syngja í gegnum dyrnar,“ sagði Samuel Chiu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár