Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley trúi því að liðið geti bjargað sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Burnley á fjóra leiki eftir og er þremur stigum frá öruggu sæti.
Jóhann Berg skoraði eitt mark í 4-1 sigri á Sheffield United á útivelli um helgina. „Við trúum því að við getum gert eitthvað sérstakt,“ sagði Jóhann Berg.
Burnley hefur verið í fallsæti allt tímabilið. „Við eigum fjóra bikarúrslitaleiki eftir en allir í klefanum eru í þessu saman.“
„Við vitum að staðan er erfið en við verðum að trúa því að við getum tekið stig í hverjum einasta leik.“
Jóhann segir að þjálfari liðsins Vincent Kompany berji trú í mannskapinn. „Hann trúir því að við getum bjargað okkur, hann hefur sagt það frá fyrsta degi og getum það enn.“