Erik ten Hag, stjóri Manchester United verður ekki rekinn áður en tímabilið er á enda. Guardian fjallar um málið og segist vera með þetta staðfest.
Þrátt fyrir að hafa unnið undanúrslitaleik enska bikarsins í gær gegn Coventry er kominn enn meiri pressa en áður á Ten Hag.
United var 3-0 yfir en missti leikinn niður í jafntefli og í framlengingu, þar var liðið heppið að tapa ekki leiknum en vann að lokum sigur í vítaspyrnukeppni.
Sir Jim Ratcliffe ætlar ekki að gera neinar breytingar á meðan tímabilið er í gangi en spilamennska United hefur verið ósannfærandi allt tímabilið.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili hjá United en meiri líkur en minni eru á því að hann verði rekinn eftir tímabilið.
— jamie jackson (@JamieJackson___) April 22, 2024