fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyggir aðdáendur ofurstjörnunnar Taylor Swift eru vant við látnir þessa daganna eftir að nýja plata tónlistarkonunnar, The Tortured Poets Department, kom út. Markmið aðdáenda er að greina í öreindir textana sem þar er að finna og um hvern er fjallað hverju sinni. Swift byggir texta sína gjarnan á eigið lífi og undanfarin ár hafa miklar vendingar átt sér þar stað.

Fyrir ári síðan sleit hún sambandi við leikarann Joe Alwyn. Þau voru saman í um sex ár sem er lengsta samband Swift til þessa og höfðu margir spáð því að hún og leikarinn myndu gifta sig. Þær spár gengu ekki eftir. Fljótlega eftir sambandsslitin byrjaði Swift að slá sér upp með tónlistarmanninum Matt Healy. Þau samband var skammvinnt og er Swift nú á föstu með íþróttamanninum Travis Kelce og mun sjaldan hafa verið lukkulegri.

Tónlistin hefur verið leið Swift til að gera upp ástarsambönd og því töldu flestir að á Tortured Poets Departman yrði Alwyn í lykilhlutverki. Annað hefur þó komið á daginn. Þar er vissulega skotið á Alwyn í mörgum lögum, en Swift fjallar þó mest um Matt Healy, þó að þau hafi aðeins slegið sér upp saman í þrjá mánuði.

Hjónaband sem aldrei varð

Af textum plötunnar má ráða að Swift var tilbúin að giftast Alwyn. Hún beið þess að hann færi á skeljarnar, en sá dagur rann aldrei upp. Á meðan fann hún fyrir óöryggi og var ekki viss um að Alwyn langaði einu sinni að vera með henni. Alwyn kærði sig ekki um athygli fjölmiðla og ljósmyndara, sem varð til þess að hann og Swift lokuðu sig mikið af. Henni þótti fínt að fá smá pásu frá ofurfrægðinni en eftir að faraldri COVID-19 lauk langaði hana þó að komast eitthvað út úr húsi. Alwyn var ekki einu sinni tilbúinn að mæta með henni á formlega viðburði eða tala um hana í sínum eigin viðtölum. Swift líkir þessu ástandi í lögum sínum við að vera fugl í búri. Hún hafi fyrst verið sátt við prísundina og séð fyrir sér hjónabönd og barneignir. En sambandið hafi þó staðnað og Alwyn ekkert gert til að fullvissa Swift um að hann sæi fyrir sér að verja lífinu með henni. Þá fór hún að horfa út úr búrinu sínu og láta sig dreyma um mann sem hún sá fyrir sér að væri tilbúinn að fara alla leiðina með henni.

Þeir sem hafa greint textana telja að Swift sé á plötu sinni að játa að hafa verið Alwyn ótrú tilfinningalega. Hún varð skotin í Healy á meðan hún og Alwyn voru enn saman. Hún fór að láta sig dreyma um samband við Healy yrði. Á sama tíma fann hún fyrir samviskubiti gagnvart Alwyn en á plötunni virðist samviskubitið ekki rista djúpt þar sem hann hafði á sama tíma sært hana með því að setja hana ekki í forgang og vera stöðugt á flótta undan henni.

Í öðru lagi viðurkennir hún að mörgum hafi þótt ósmekklegt hvað hún var fljót að byrja að slá sér upp með Healy eftir að hún hætti með Alwyn. Hún hafi þó komist heil frá því hneyksli og haldið góða orðsporinu sínu.

Farið hefur fé betra

Það var ekki auðvelt að slíta lengsta sambandi lífs síns. En henni tókst það og gat þá látið reyna á samband við Healy. Það samband hafi einkennst af togstreitu og drama, það seinasta sem Swift þurfti á þessum tíma. Hún hafi því farið úr öskunni í eldinn. Healy var fantasían sem hana dreymdi eftir að hún gafst upp á að bíða eftir að Alwyn yrði tilbúin í hjónaband. Hún komst svo að því að fantasían átti ekkert erindi við raunveruleikann. Healy hafi því stolið henni frá Alwyn bara til að brjóta í henni hjartað. Í laginu The Smallest Man Who Ever Lived segir Swift:

„Þú munt játa hvað þú gerðir
og ég mun svara – farið hefur fé betra
því kynþokkinn hvar um leið og þetta var ekki bannað“

Þarna vísar hún líklega til þess að það hafi verið spennandi að láta sig dreyma um annan mann og umturna lífi sínu til að eltast við hann. Fyrst eftir að hún og Healy fóru að slá sér upp snerust aðdáendur beggja gegn þeim og töldu þetta vera slæman ráðahag. Að lokum létu aðdáendur sér segjast, og þá stóð ekkert lengur í vegi fyrir þeim – og spennan farin.

Bjartsýn í nýju sambandi

Ekki halda þó að nýi kærastinn hafi verið hundsaður á plötunni. Swift helgar nýja kærastanum heilt lag sem kallast „The Alchemy“. Travis Kelce spilar amerískan fótbolta og íþróttin leikur stórt hlutverk í orðaleikjum og myndmáli textans. Swift vísar til þess að Kelce hafi árum saman talað opinberlega um að vera skotinn í henni. Eftir tvö misheppnuð sambönd á stuttum tíma hafi hún ekki þurft að spila neina leiki til að ná í Kelce því hann hafi beðið þolinmóður og komið hlaupandi þegar hún var tilbúin. Swift þurfi ekki að þykjast neitt með honum og Kelce þurfi ekki að þykjast með henni.

Nánar má lesa um málið hjá Vulture

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram