Úrslitaleikur enska bikarsins milli Manchester City og Manchester United fer fram klukkan 15 að breskum tíma laugardaginn 25. maí.
Daily Mail segir að leiktíminn sé ákveðinn að beiðni lögreglu sem vildi ekki hafa leikinn seinna af ótta við læti milli stuðningsmanna á leiknum.
Enska knattspyrnusambandið og sjónvarpsrétthafar hefðu þó viljað sjá leikinn fara fram síðar um daginn, þá sérstaklega vegna áhuga á honum vestan hafs.
Leikurinn fer þó fram klukkan 15, eða 14 að íslenskum tíma.
City vann Chelsea í undanúrslitum á leið sinni í úrslitaleikinn á meðan United marði Coventry í vítaspyrnukeppni.