Það vakti nokkra athygli í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í gær þegar sýnt var inn í búningsklefa Breiðabliks, þar var búið að hengja upp myndir tengdar liðinu.
Breiðablik heimsótti þá Víking í Bestu deild karla en á útivelli var búið að merkja klefann í bak og fyrir með myndum af leikmönnum liðsins í leik. Blikar töpuðu 4-1.
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA minntist á þetta í Þungavigtinni í tak og þótti þetta furðuleg nálgun hjá Blikum.
Það fór ekki vel í hinn síkáta Kristján Óla Sigurðsson. „Mæk grjóthaltu kjafti,“ sagði Kristján sem styður Breiðablik.
Ríkharð Óskar Guðnason tók þá til máls. Þetta var skrýtið, frábært ef þetta virkar en það virkaði ekki í gær,“ sagði Ríkharð um málið.
Kristján gefur ekki mikið fyrir orð Mikaels og Rikka. „Tvær risaeðlur,“ sagði Kristján Óli.
Mikael bakkaði þá aðeins með skoðun sína, „Gaman að menn gera eitthvað nýtt, bara að spá hvað þetta væri,“ sagði Mikael.