fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. apríl 2024 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri, sem gegnir stöðu stjórnanda á hjúkrunarheimili á Suðurlandi, snýr til baka úr sex vikna leyfi í dag sem var tilkomið vegna ásakana um kynferðislega áreitni við unga starfskonu á heimilinu.

Samkvæmt heimildum DV er ólga á meðal starfsfólks heimilisins vegna þessarar niðurstöðu. Konan hefur áður verið sökuð um áreitni við tvítugan karlkyns starfsmann en í báðum tilvikum hefur rannsókn á atvikum leitt til þeirrar niðurstöðu að orð standi gegn orði og því ekki um annað að ræða en að konan haldi starfi sínu.

Starfskonan unga sem borið hefur sakir á þennan yfirmann sinn fer hörðum orðum um hana í myndbandi á TikTok. Hún segir meðal nnars: „Þú gekkst langt yfir mörk sem yfirmaður með því að fokking káfa á mér og reyna að fokkings slumma upp í mig.“  – Sakar hún konuna einnig um að hafa sagt sér að kyssa eiginmann sinn og síðan hana sjálfa.

Aðili sem þekkir til málsins segir í samtali við DV segir að starfsfólki sé sérstaklega misboðið yfir því að þetta sé í annað sinn sem ásakanir af þessu tagi komi fram gegn konunni en í báðum tilvikum sé niðurstaðan sú að hún haldi starfi sínu en sé hvorki sagt upp né flutt til í starfi. Atvikið varðandi unga manninn mun hafa átt sér stað í fyrra. Bæði tilvikin komu upp í tengslum við skemmtanir starfsfólks á hjúkrunarheimilinu.

Hjúkrunarheimilið heyrir undir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). DV sendi fyrirspurn um málið á forstjóra HSU, Díönu Óskarsdóttur. Hún segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en sagði einnig í skriflegu svari sínu til DV:

„Þegar við fáum alvarlegar tilkynningar til okkar virkjum við verkferla sem stofnunin býr yfir. Í því ferli felum við ávallt óháðum ráðgjöfum að rannsaka málið. Þau vinna svo skýrslu upp úr þeirri rannsókn og ráðleggja okkur um næstu skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“