Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það sem hann gerði eftir sigur liðsins á Coventry í gær.
Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.
Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum.
Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.
Leikmenn United fögnuðu misvel eftir leik. Enginn fagnaði þó meira en Antony sem sneri sér að leikmönnum og stuðningsmönnum Coventry og hélt utan um eyrun.
Antony, sem hefur lítið getað fyrir United frá komu sinni frá Ajax fyrir síðustu leiktíð, fékk á baukinn eftir leik.
„Að hann skuli hafa þetta í sér,“ skrifaði einn netverji.
„Hann kann ekki að skammast sín,“ skrifaði annar og svona mætti áfram telja.
Hér að neðan má sjá atvikið.
Man Utd win the penalty shootout and Antony turns to the Coventry players and cups his ears. Harry Maguire walks across to shake hands with them. The difference in class.
pic.twitter.com/xMpNqErBhp— Footy Humour (@FootyHumour) April 21, 2024