fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Eyjan
Mánudaginn 22. apríl 2024 08:00

Halla Hrund Logadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir stóreykur fylgi sitt og mælist nú með 18% fylgi og er þar með komin upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2% fylgi. Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir mælast með töluvert meira fylgi en Halla og Jón.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið. Munurinn á fylgi Höllu og Jóns er lítill og ekki er marktækur munur á þeim tölfræðilega vegna vikmarka.

Baldur mælist með 27,2% og Katrín með 23,8%. Vikmörk gera að verkum að það er heldur ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Gæti fylgi Baldurs verið 24,6% til 29,9% og fylgi Katrínar 21,3% til 26,4%.

Af öðrum frambjóðendum má nefna að Halla Tómasdóttir mælist með 5,8% fylgi, Arnar Þór Jónsson með 2,8% og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 2,1%. Fylgi annarra mælist enn minna.

Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn og þá mun liggja fyrir hverjir verða í framboði en ekki er víst að öllum frambjóðendum takist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og nái að bjóða sig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi