Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern, hefur í raun staðfest það að það sé ekki möguleiki á að Thomas Tuchel haldi áfram með félagið næsta vetur.
Það var staðfest fyrr á tímabilinu en gengi Bayern hefur verið á uppleið og er liðið komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Það var ekki bara ákvörðun Bayern að láta Tuchel fara en hann samþykkti að láta af störfum eftir tímabilið.
Undanfarið hefur verið rætt um að Bayern vilji halda Tuchel enn lengur en engar líkur eru á að það verði niðurstaðan.
,,Við tókum þessa ákvörðun áður en gengið snerist við en þessi ákvörðun var sameiginleg,“ sagði Eberl.
,,Það er ástæðan fyrir því að það er óþarfi að ræða málið. Ég naut þess að vinna með Thomas.“