fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. apríl 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Árnadóttir, organisti og dýraverndarfrömuður, vekur enn á ný athygli á meintu ófremdarástandi á sveitabýli í Þverárhlíð í Borgarfirði. MAST hefur oft haft afskipti af búskapnum á þessum stað en þar heldur þó dýrahald áfram.

Steinunn lýsir hryllilegum aðbúnaði sauðfjár við sauðburð  þessa dagana í Facebook-færslu. Sauðburður sé þar undir beru lofti og án eftirlits nema af hálfu hrafns sem leggist á nýfædd lömb. Annað slagið komi menn á fjórhjólum og hirði upp lambshræ:

„Ef ,,Hryllingssagan frá Höfða“ ber einhvern tímann nafn með rentu þá er það þessa daga.

Nú stendur sauðburður hvað hæst í Hryllingssögunni. Á meðan ég keyrði fram hjá þessum Hryllingsbæ í kalsarigningu og stormi voru nokkrar kindur að bera (eiga lömb). Aðrar börðust um einhverja heydrullu í svaðinu.

Enginn stóð vaktina nema krummi. Hann var við veisluborð. Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu, ber bein blöstu við…

Svo ,,sanngirnis” sé gætt þá sést endrum og sinnum til umráðamanna fara um á fjórhjóli til að hirða afgangana af lambhræjunum og henda niður af barði við veginn. Það er aðstoðin sem kindurnar fá í sauðburðinum!

Já, vinir mínir, þetta er Hryllingssaga…

undir stöðugu, vökulu eftirlit Matvælastofnunarinnar …

Nú verðum við að bregðast við!“

Sjá einnig: Dýravinir miður sín út af útigangsfé í Þverárhlíð – „Bóndinn hér má pína kindurnar sínar áratugum saman“

Sjá einnig: Bóndi í Bæjarsveit vörslusviptur – „Margra ára innilokun er lokið“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn