Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, er með tvö tilboð á borðinu frá liðum í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta fullyrðir ítalski miðillinn II Messaggero en Sarri var rekinn frá Lazio fyrr á þessari leiktíð – ákvörðun sem kom mörgum á óvart.
Sarri þekkir ágætlega til Englands eftir dvöl hjá Chelsea þar sem hann vann Evrópudeildina 2019.
Newcastle og West Ham hafa sett í samband við Sarri samkvæmt þessum fregnum en óvíst er hvort Ítalinn vilji færa sig erlendis.
Sumir miðlar vilja meina að Sarri vilji halda sig í heimalandinu og nálægt fjölskylduni og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í sumar.
Nottingham Forest reyndi að ráða Sarri til starfa fyrr í vetur en hann hafnaði boði félagsins.