Víkingur R. 4 – 1 Breiðablik
1-0 Ari Sigurpálsson(’18)
2-0 Nikolaj Hansen(’20)
2-1 Kristófer Ingi Kristinsson(’37)
3-1 Danijel Dejan Duric(’76)
4-1 Ari Sigurpálsson(’78)
Víkingur Reykjavík fór illa með lið Breiðabliks í Bestu deild karla í kvöld en stórleiknum er nú lokið.
Víkingar skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í fyrri hálfleik en fyrirliðinn Nikolaj Hansen var á meðal markaskorara.
Blikar löguðu stöðuna undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 2-1 fyrir heimamönnum eftir fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði ansi rólega en Víkingar skoruðu aftur tvö mörk með stuttu millibili er um 14 mínútur voru eftir.
Daniej Dejan Duric skoraði fyrst á 76. mínútu og stuttu seinna bætti Ari Sigurpálsson við fjórða marki Víkinga og sínu öðru í viðureigninni.
Meistararnir fagna því frábærum 4-1 sigri og er þetta fyrsta tap Breiðabliks á tímabilinu.