fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sjónvarpsmaðurinn umdeildi gerði marga bálreiða: Skutu fast til baka – ,,Lestarslys fullt af ofdekruðum krömmum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. apríl 2024 21:30

Morgan ásamt Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn umdeildi Piers Morgan gerir mikið af því að rífast við ‘aðdáendur sína’ á samskiptamiðlinum Twitter eða X.

Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal og sá sína menn vinna 2-0 útisigur á Wolves í úrvalsdeildinni í gær.

Rifrildið umtalaða tengdist þó ekki þeim leik heldur leik Chelsea við Manchester City í undanúrslitum bikarsins.

Morgan segir að öllum sé sama um FA bikarinn og að það eina sem skipti máli sé enska úrvalsdeildin eða þá Meistaradeildin.

Morgan var bent á það að FA bikarinn væri sá bikar sem Arsenal hefur unnið á síðustu 20 árum en liðið vann deildina síðast 2004.

,,Chelsea var stórlið en nú er þetta lestarslys fullt af ofdekruðum og gagnslausum krökkum sem rífast um hver fær að taka vítaspyrnu. Vandræðalegt,“ sagði Morgan á meðal annars.

Stuðningsmenn Chelsea baunuðu hressilega á Morgan fyrir ummælin en þeir bláklæddu hafa unnið deildina fimm sinnum og Meistaradeildina tvisvar síðan Arsenal vann úrvalsdeildina síðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing