Margir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að missa þolinmæðina þegar það kemur að miðjumanninum Mason Mount.
Mount hefur lítið getað spilað í vetur en sneri nýlega aftur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.
Nú stuttu síðar er ljóst að Mount er meiddur á ný og var ekki með gegn Coventry í bikarnum í dag.
,,Sendið hann aftur til Chelsea,“ segir einn um Mount og bætir annar við: ,,Ég var vongóður en svona maður hentar okkur ekki.“
Mount er enskur landsliðsmaður og kostaði um 60 milljónir punda í sumar en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn undanfarna mánuði.