The Guardian skýrir frá þessu og segir að mörg bréfanna hafi verið handskrifuð og einnig hafi hún sent Styles brúðkaupskort. Hún pantaði einnig fjölda korta á Internetinu og sendi til Styles. Tvö bréfanna fór hún sjálf með heim til hans.
Konan játaði sök og auk dómsins hefur hún verið sett í nálgunarbann og má ekki halda sig á ákveðnu svæði í norðvesturhluta Lundúna. Hún má heldur ekki sækja tónleika Styles.
Ekki kemur fram hvort konunni hafi tekist að hitta Styles.