Verða þeir, sem gegna herskyldu og verða látnir gegna yfirmannsstöðum, dregnir út í sérstökum útdrætti meðal þeirra sem verða dregnir út til að gegna herskyldu. Þetta þýðir að þessir yfirmenn þurfa að gegna herskyldu í tvö ár sem er mun lengri tími en hin venjulega herskylda.
Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, skýrði frá þessu um helgina í samtali við TV2. Hann sagðist þó reikna með að nægilega margir sjálfboðaliðar muni gefa sig fram til að gegna yfirmannsstöðum en að samkvæmt nýju lagafrumvarpi verði heimilt til að þvinga fólk til að gegna yfirmannsstöðum ef of fáir bjóða sig fram.
Fyrr á árinu kynnti ríkisstjórnin tillögu um breytingar á herskyldu. Samkvæmt henni þurfa fleiri að gegna herskyldu en verið hefur fram að þessu og einnig verða konur ekki lengur undanþegnar herskyldu.
Ástæðan fyrir þessari breytingu er auðvitað stríðið í Úkraínu og áhyggjur af hvað Rússar munu taka sér fyrir hendur næst.
Einnig hafa útgjöld til varnarmála verið aukin mikið.