Ef rétt reynist að Úkraínumenn hafi skotið vélina niður, þá er það stór sigur fyrir þá en þeir eiga í vök að verjast á jörðu niðri og Rússar hafa yfirburði í lofti. Úkraínumenn hafa áður skemmt og eyðilagt flugvélar af þessari tegund þar sem þær hafa staðið á flugvöllum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir hafa skotið svona vél niður.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir Lars Peder Haga, við norska loftvarnarskólann, að Rússar eigi margar vélar af þessari tegund og þetta sé ekki krítískt tjón fyrir Rússa. En ef rétt sé að Úkraínumenn hafi skotið vélina niður, geti það neytt Rússa til að breyta aðgerðaminnstri sínu. Þá verði vélarnar að halda sig fjær víglínunni og komi þá ekki að eins miklu gagni og annars.
Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur ítrekað beðið Vesturlönd um meiri stuðning við loftvarnir landsins, ekki síst í ljósi harðnandi árása Rússa á mikilvæga innviði. Nú hefur NATO heitið að láta Úkraínumönnum fleiri loftvarnarkerfi í té.