Coventry 3 – 4 Man Utd (United áfram eftir vítakeppni)
0-1 Scott McTominay(’23)
0-2 Harry Maguire(’45)
0-3 Bruno Fernandes(’58)
1-3 Ellis Simms(’71)
2-3 Callum O’Hare(’79)
3-3 Haji Wright(’95, víti)
Coventry bauð upp á ótrúlega endurkomu í enska bikarnum í dag er liðið mætti Manchester United á Wembley.
Allt stefndi í sigur United í þessum leik en stórliðið komst í 3-0 gegn Championship félaginu.
Coventry neitaði þó að gefast upp og jafnaði metin á ótrúlegan hátt í seinni hálfleik til að tryggja framlengingu.
Haji Wright gerði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu er 95 mínútur voru komnar á klukkuna – rosaleg dramatík.
Coventry virtist hafa tryggt sér sigur í blálok framlengingar en það var svo dæmt af vegna rangstöðu.
Vítaspyrnukeppni varð því að ráða úrslitum þar sem United hafði betur eftir tvö klúður leikmanna Coventry.