Það var fjör í fyrstu þremur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni en alls 13 mörk voru skoruð og skemmtunin mikil.
Everton vann dýrmætan sigur á Nottingham Forest í fallbaráttunni og fagnaði þremur stigum á Goodison Park.
Aston Villa styrkti stöðu sína í fjórða sæti með 3-1 sigri á Bournemouth og er nú sex stigum á undan Tottenham sem er sæti neðar.
Tottenham á þó leik til góða en mun spila við Arsenal á heimavelli í næstu umferð.
Markasúpa dagsins var þá á Selhurst Park þar sem Crystal Palace vann lið West Ham 5-2 þar sem tvö sjálfsmörk voru skoruð.
Everton 2 – 0 Nott. Forest
1-0 Idrissa Gueye(’29)
2-0 Dwight McNeil(’76)
Aston Villa 3 – 1 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke(’31, víti)
1-1 Morgan Rogers(’45)
2-1 Moussa Diaby(’57)
3-1 Leon Bailey (’78)
Crystal Palace 5 – 2 West Ham
1-0 Michael Olise(‘7)
2-0 Eberechi Eze(’16)
3-0 Emerson(’20, sjálfsmark)
4-0 Jean Philippe Mateta(’31)
4-1 Michail Antoni (’40)
5-1 Jean Philippe Mateta(’64)
5-2 Tyrick Mitchell (’89, sjálfsmark)