fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Sverrir ofsóttur og hótað barsmíðum: „Þú ert múslimi, þið eruð að nauðga dætrum ykkar“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Ibrahim Agnarsson formaður og forstöðumaður í Félagi múslima á Íslandi kveðst hafa orðið fyrir miskunnarlausum fordómum frá því hann tók múslimatrú fyrir rúmum 40 árum. Meðal annars séu nokkur skipti þar sem einstaklingar skipulögðu fyrirfram að ganga í skrokk á honum. Hann segist þó alltaf hafa haldið fast í trúarsannfæringu sína.

Í samtali við Mannamál á Hringbraut segir Sverrir að hann eftir að hann varð formaður í Félagi múslima á Íslandi hafi hann orðið fyrir sérstaklega grófu aðkasti. „Það er aðeins að farið að minnka en það var aðallega á facebook til að byrja með,“ segir hann. „Þetta voru alls konar hótanir um barsmíðar og ég kallaður hin mikla skömm þjóðarinnar, það væri setið um mig og ég ætti að fara varlega á kvöldin, þessi bansettans kuflskiptingur sem ég væri.“

„Ljótustu hótanirnar hafa líklega verið frá virðulegum verkfræðingum hér á landi sem hafa hótað mér og mínum því að brenna moskur og berja alla sem klæðast kuflum – og mig alveg sérstaklega,“ segir Sverrir jafnframt. „Ég hef orðið fyrir svona þremur til fjórum sem hafa komið upp að mér með virkilega aggresívar fyrirætlanir en ég er tiltölulega vel á mig kominn og góðir í að forðast vandræði.

„Menn halda að það sé skylda okkar misþyrma konum,“ segir hann einnig og bætir við að fordómarnir hafi verið gegndarlausnir í gegnum tíðina. Hann hafi tekið upp á því að svara hinu versta og sérstaklega hafi honum blöskrað þegar gömul frænka hans sagði við hann: „Þú ert múslimi, þið eruð að nauðga dætrum ykkar.“ „Margir segjast hafa lesið Kóraninn en þeir hafa lesið haturssíðurnar sem eru búnar að rangtúlka hann,“ bætir hann svo við en viðtalið má horfa á í heild sinni á vef Hringbrautar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 1 viku

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“