Það er alveg ljóst að vængmaðurinn Noni Madueke er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea í dag.
Ástæðan er sú að Madueke sást hlæja ásamt Jack Grealish eftir leik Chelsea við Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins í gær.
Það atvik kemur stuttu eftir að Madueke vildi fá að taka vítaspyrnu er Chelsea vann 6-0 sigur á Everton og kvartaði og kveinaði ásamt Nicolas Jackson.
Madueke virtist vera alveg sama um úrslit gærdagsins og sást brosandi eftir að ljóst væri að hans menn væru úr leik.
Það sama má ekki segja um Thiago Silva, reynslubolta Chelsea, sem grét eftir lokaflautið eins og má sjá hér fyrir neðan.
,,Noni drullaðu þér burt,“ skrifar einn til vængmannsins en Silva fær mikið af samúðarkveðjum – ,,Þú ert einn af okkur, áfram veginn Thiago, við stöndum saman.“
Thiago Silva in tears whilst Madueke pisses himself with Grealish 😭 pic.twitter.com/Wggnc8zP4Y
— Project Football (@ProjectFootball) April 20, 2024