Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt það að hann hafi ekki búist við svo góðri frammistöðu frá Cole Palmer í vetur.
Palmer kom til Chelsea frá Manchester City fyrir tímabilið og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 20 mörk.
Palmer er með jafn mörg mörk og Erling Haaland, leikmaður Manchester City, en hefur einnig gefið níu stoðsendingar gegn fimm hjá Norðmanninum.
Fáir bjuggust við að Palmer yrði besti leikmaður Chelsea í vetur og var Pochettinno einn af þeim.
,,Cole Palmer er langt frá því að vera sá leikmaður sem ég bjóst við að hann væri í byrjun, ég þarf að vera hreinskilinn,“ sagði Pochettino.
,,Tölfræðin talar sínu máli, hann er að standa sig ótrúlega á vellinum.“