KR 0 – 1 Fram
0-1 Freyr Sigurðsson(‘7)
Rúnar Kristinsson mætti sínum fyrrum lærisveinum í KR í dag er hans menn í Fram unnu nokkuð óvæntan sigur í Bestu deild karla.
Rúnar lét af störfum sem þjálfari KR eftir síðasta tímabil og var í kjölfarið ráðinn til Fram sem kom mörgum á óvart á AVIS vellinum.
Aðeins eitt mark var skorað í viðureigninni en það gerði Freyr Sigurðsson eftir aðeins sjö mínútur.
Þetta var annar sigur Fram í þremur leikjum en liðið vann Vestra í fyrstu umferð og tapaði gegn Víkingum í kjölfarið.
KR var fyrir leikinn taplaust eftir tvo sigra í röð en næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki þann 28. apríl.