Manchester City 1 – 0 Chelsea
1-0 Bernardo Silva(’84)
Manchester City er komið í úrslit enska bikarsins eftir sigur á Chelsea í ansi rólegum leik á Wembley í kvöld.
Leikurinn var svosem ágætis skemmtun um tíma en það voru núverandi Englandsmeistarar sem höfðu betur, 1-0.
Bernardo Silva gerði eina mark leiksins er sex mínútur voru eftir en hann átti skot í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið.
Ljóst er að City mun mæta annað hvort grönnunum í Manchester United eða Coventry í úrslitaleiknum.