Það er útlit fyrir það að varnarmaðurinn öflugi Nacho Fernandez sé á förum frá Real Madrid í sumar.
Fabrizio Romano fjallar um málið en Nacho verður samningslaus í sumar og má því ræða við önnur félög.
Litlar líkur eru á að Nacho framlengi við Real en hann hefur engan áhuga á því að spila fyrir annað félag á Spáni.
Nacho getur ekki ímyndað sér það að spila gegn Real einn daginn og hefur engan vilja til þess og er Inter Milan líklegasti áfangastaðurinn.
Nacho er 34 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Real og á einnig að baki 24 landsleiki fyrir Spán.
Valencia og Villarreal voru orðuð við þjónustu hans fyrr í vetur en Nacho vegna tengsla sinna við Real mun leikmaðurinn alfarið hafna því að spila fyrir annað félag í heimalandinu.